top of page
germany_64.png
iceland_64.png
united_kingdom_64.png
Logo_Gold.png

Hauksson Weine

Íslenskur vínbóndi í Sviss
Umzug_Doettingen_1_small.jpg

Vínekrur

Jarðvegurinn á ekrunum okkar í Aargau (Remigen, Döttingen, Klingnau) einkennist af kalksteinum og leir - hann hentar sérstaklega vel fyrir búrgundar-tegundir eins og Pinot Noir, Pinot Gris og Chardonnay.  Ekrurnar í Ticino (Gordemo, Gudo, Sementina) eru snarbrattar brekkur móti Suðri og jarðvegurinn er niðurbrotið granít.

 

Við vinnum lífefld (biodynamic) á ekrunum.  Eins fylgjum við aðferðum úr “regenerative agriculture” og beitum dverg-kindunum okkar allt árið inn á milli vínviðsins.  Þessar skemmtilegu Ouessant kindur koma með mikið líf inn á ekrurnar.  Til þess að styðja við líffræðilegan fjölbreytileika plöntum við villtum rósum og kryddjurtum sem að draga að sér skordýr og fugla.  Kryddjurtirnar eru líka læknajurtir fyrir kindur og vínvið, auk þess að nýtast við framleiðslu á vermouth.

Kjallarinn

Við reynum að halda notkun á vélum og efnum í kjallaranum í algjöru lágmarki.  Takmarkið er að búa til hrein og falleg vín í hvert skipti, en stundum þurfum við að grípa inn í ferlið með því að filtera eða bæta við súlfítum.  Eftir því sem að lengra líður frá því að við breyttum yfir í lífeflda ræktun á ekrunum verða þær heilbrigðari og við þurfum minna á inngripum að halda.

Plunging_Chardonnay_small.jpg
Shop in Iceland

Vínsendingar til Íslands

Næsta sending munu berast til Íslands í maí 2024 og við tökum á móti pöntunum til miðnættis 31. mars 2024.  Sendingarkostnaður er 5000 kr, en ókeypis ef verslað er fyrir meira en 100.000 kr.  Verð innihalda gjöld og tolla.

Rauðvín

Hvítvín, Rósavín, Orange-vín

Frettabref
bottom of page