Sumarið 2021 var okkur einstaklega erfitt. Köld tíð og stanslausar rigningar í júní leiddu til þess að vínviðurinn fékk sveppa sýkingu (peronospora) og við töpuðum yfir 90% af uppskerunni. Fyrir þetta ár gerðum við tvö sérstök vín sem að kallast Fungal Attack eða árás sveppanna.
Fungal Attack Weiss inniheldur allar hvítu þrúgurnar okkar frá þessum árgangi: Kerner, Riesling, Chardonnay, Sauvignon Blanc og Pinot Gris. Þetta er hreint náttúruvín án allra bætiefna (líka án súlfíta). Það er gerjað úr heilum klösum og við fórum sérstaklega varlega með það í kjallaranum. Því var hvorki pumpað né filterað og fyllt á í handavinnu. Eina vélin sem þetta vín komst í snertingu við var pressan.
Magnið er mjög takmarkað - vinsamlegast max 6 flöskur á pöntun.
top of page
SKU: IS025
kr9,700Price
bottom of page