top of page

Sumarið 2021 var okkur einstaklega erfitt.  Köld tíð og stanslausar rigningar í júní leiddu til þess að vínviðurinn fékk sveppa sýkingu (peronospora) og við töpuðum yfir 90% af uppskerunni.  Fyrir þetta ár gerðum við tvö sérstök vín sem að kallast Fungal Attack eða árás sveppanna.

 

Fungal Attack Rot inniheldur Pinot Noir, Blaufränkisch og Malbec.  Þetta er hreint náttúruvín án allra bætiefna (líka án súlfíta).  Það er gerjað úr heilum klösum og við fórum sérstaklega varlega með það í kjallaranum.  Því var hvorki pumpað né filterað og fyllt á í handavinnu.  Eina vélin sem þetta vín komst í snertingu við var pressan.

 

Magnið er mjög takmarkað - vinsamlegast max 6 flöskur á pöntun.

Fungal Attack Rot

kr9,700Price
    bottom of page