Vínsmakk í Beinni
25. apríl kl. 18
Kæru vínáhugamenn og konur,
Það varð víst lítið úr vínsmakkinu okkar heima á Íslandi núna í vor. Við reynum að bæta úr því með því að vera með vínsmakk í beinni útsendingu hérna á netinu þann 25. apríl næstkomandi klukkan 18. Við munum smakka og ræða um ýmis vín og sýna ykkur myndir frá lífinu og landslaginu á ekrunum okkar.
Það eru fjögur vín frá okkur fáanleg í Vínbúð ÁTVR. Með því að nálgast þau hérna í tæka tíð fyrir útsendinguna þá gefst ykkur tækifæri á að smakka þau vín með okkur.
Við munum senda eina sendingu heim í júní og ykkur gefst tækifæri á því að panta vín frá okkur með þeirris sendingu. Pantanir þurfa að berast fyrir lok apríl en það má koma þeim til okkar hérna.