HAUKSSON WEINE

​Lífefld (biodynamic) á ekrunni og örfá inngrip í vínkjallaranum svo að vínið endurspegli umhverfi sitt.

Logo_Gold.png

VÍNEKRURNAR

REMIGEN, AARGAU

Sveitarfélagið Remigen liggur norðan Alpanna nálægt landamærum Þýskalands.  Þar eru reitirnir okkar: Alpberg, Horn og Rütiberg.  Hérna ræktum við Pinot Noir, Kerner, Chardonnay og Riesling.  Vínviðurin er að mestu leyti 20 til 40 ára gamall og er núna á besta skeyði lífs síns.

Reitirnir vísa allir á móti suðri.  Undir þunnu jarðvegslaginu eru aðallega klettar og grjót úr kalki.  Jarðvegslagið er hins vegar úr leir og sandi með einhverju af kalk grjóti.

SOPRACENERI, TICINO

Reitirnir okkar sunnan Alpanna, eru í þorpunum Gordemo, Gudo og Sementina og þeir vísa allir á móti suðri.  Hérna ræktum við Merlot og Cabernet Franc.  Plönturnar hafa verið endurnýjaðar smám saman í gegnum árin en elstu plönturnar eru um 100 ára gamlar.

Jarðvegslagið ofan á granít klettinum er þunnt og frjósamt.  Vínviðurinn þarf að hafa mikið fyrir tilveru sinni hérna og uppskeran er ávallt lítil.

DÖTTINGEN, AARGAU

Döttingen liggur rétt hjá Remigen nálægt þýsku landamærunum.  Hérna vaxa Pinot Noir, Malbec, Blaufränkisch, Pinot Gris og Sauvignon Blanc.

​Sólríkar brekkurnar halla á móti suðri og eru með svipuðum jarðvegi og Burgund.

VÍNKLÚBBUR

Við bjóðum upp á vínklúbb á Íslandi og í Sviss - Engin skuldbinding, bara skemmtilegheit

Við bjóðum upp á árlegt vínsmakk fyrir meðlimi klúbbsins þar sem tækifæri gefst til að smakka og panta nýju vínin áður en þau koma á almennan markað.  Sum vín verða framleidd eingöngu fyrir vínklúbbinn.  Árlega færð þú svo sendingu frá okkur heim að dyrum samkvæmt óskum þínum.  Þetta virkar svona:

SMAKKA OG VELJA

Við bjóðum upp á vínsmakk einu sinni á ári.  Það kostar ekkert að vera með, en lágmarkspöntun árlega eru 12 flöskur.  Ef pantaðar eru 24 flöskur eða meira þá fellur enginn flutningskostnaður á sendinguna.

Á ÍSLANDI

Þetta er sáraeinfalt.  Þú færð frá okkur greiðslubeiðni í heimabankann þinn.  Þessi eina greiðsla er fyrir vínið, áfengisgjaldið, skattinn og flutningskostaðinn.  Við sjáum um alla pappírsvinnu fyrir þína hönd og sendum þér vínið heim að dyrum.

Í SVISS

Við sendum þér vínið heim að dyrum ásamt greiðsluseðlinum.

ÉG VIL VERA MEÐ Í VÍNKLÚBBNUM

Segðu okkur hver þú ert

Hvert eigum við að senda vínið

arrow&v

Skráningu lokið.  Hlakka til að sjá þig við næsta vínsmakk.

Villa.  Athugaðu hvort allir reitir séu rétt út fylltir og reyndu aftur.

Um okkur

"Eftir 20 ára skrifstofuvinnu, þá sleit ég mig lausan vorið 2017 og ákvað að gerast bóndi og víngerðarmaður í fullu starfi.  Það er eitthvað sérstakt við að finna fyrir sólinni á bakinu, svitanum á enninu og að halda á afurðinni í höndunum að loknu góðu ári. 

Okkur er mikilvægt að bera virðingu fyrir landinu og að vinna í samvinnu við öfl náttúrunnar.  Við erum sannfærð um að besta leiðin til þess að búa til vín sem endurspegla heimaslóðir sínar, er að vinna á lífrænan hátt.  Fyrsta janúar 2018 munum við hefja breytingaferlið til þess að skipta yfir í bíodýnamíska lífræna framleiðslu (organic biodynamic)."

Höskuldur Hauksson

Hafðu samband

Nafn *

Netfang *

Sími

Skilaboð

Takk fyrir skilaboðin