VÍNKLÚBBUR
Við bjóðum upp á vínklúbb á Íslandi og í Sviss - Engin skuldbinding, bara skemmtilegheit
Við bjóðum upp á árlegt vínsmakk fyrir meðlimi klúbbsins þar sem tækifæri gefst til að smakka og panta nýju vínin áður en þau koma á almennan markað. Sum vín verða framleidd eingöngu fyrir vínklúbbinn. Árlega færð þú svo sendingu frá okkur heim að dyrum samkvæmt óskum þínum. Þetta virkar svona:
Um okkur

"Eftir 20 ára skrifstofuvinnu, þá sleit ég mig lausan vorið 2017 og ákvað að gerast bóndi og víngerðarmaður í fullu starfi. Það er eitthvað sérstakt við að finna fyrir sólinni á bakinu, svitanum á enninu og að halda á afurðinni í höndunum að loknu góðu ári.
Okkur er mikilvægt að bera virðingu fyrir landinu og að vinna í samvinnu við öfl náttúrunnar. Við erum sannfærð um að besta leiðin til þess að búa til vín sem endurspegla heimaslóðir sínar, er að vinna á lífrænan hátt. Fyrsta janúar 2018 munum við hefja breytingaferlið til þess að skipta yfir í bíodýnamíska lífræna framleiðslu (organic biodynamic)."
Höskuldur Hauksson